„Ferskt andlit“ á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var tekin í spjall hjá hinni kunnu bandarísku sjónvarpsstöð Golf Channel og var það liður í því að kynna nýliðana í LPGA-mótaröðinni í golfi. 

Í myndbandinu sem hægt er að spila hér fyrir neðan textann kynnir Ólafía sig til dæmis á móðurmálinu en síðan er rætt við hana á ensku. Myndskeiðið er að hluta til tekið upp á Íslandi auk þess sem notaðar eru ljósmyndir frá myndatöku sem Ólafía fór í hérlendis í kynningarskyni fyrir nokkrum vikum.

Myndskeið Golf Channel

mbl.is