Poulter heimsóttur af krókódíl (myndskeið)

Ian Poulter á mótinu um helgina.
Ian Poulter á mótinu um helgina. AFP

Enski kylfingurinn Ian Poulter komst heldur betur í hann krappann um helgina á RBC Heritage-mótinu í golfi, sem er hluti af PGA-mótaröðinni, en leikið er í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Poulter var á þriðja hringnum í gær, en teighögg hans á 10. braut hafnaði í vatni sem staðsett er vinstra megin við brautina. Hann tók því víti skammt frá vatninu, en þegar hann var að undirbúa höggið kom óvæntur gestur að skoða sig um.

í vatninu beið krókódíll átekta og fannst mörgum Poulter vera heldur glæfralegur að æfa sveifluna við vatnið, áður en dýrinu var komið burt svo Poulter gæti tekið höggið.

Sjá má atvikið í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert