Valdís Þóra lék á einu yfir pari

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, lék annan hringinn á einu höggi yfir pari á Mediterranean ladies open á Spáni en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra, sem lék fyrsta hringinn í gær á þremur höggum undir parinu og var í áttundi sæti er sem stendur í 15.-21. sæti á tveimur höggum undir pari en margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik í dag. Það er ljóst að skor Valdísar kemur henni í gegnum niðurskurðinn og hún mun spila tvo síðstu dagana á mótinu.

Valdís Þóra fékk fjóra fugla á hringnum í dag, lék níu holur á pari og fékk skolla á fimm holum.

mbl.is