Axel endaði jafn í þriðja sæti

Axel Bóasson stóð sig vel á Jyske Bank PGA mótinu.
Axel Bóasson stóð sig vel á Jyske Bank PGA mótinu. mbl.is/ Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Axel Bóasson lék á einu höggi undir pari í dag á Jyske Bank PGA mótinu, sem er hluti af Nordic League mótaröðinni. Axel lék hringina þrjá samtals á átta höggum undir pari, 73, 64 og 71. Axel endaði jafn í þriðja til fjórða sæti, en alls voru 140 keppendur. Danski áhugamaðurinn Oskar Ambrosius vann mótið en hann lauk leik á samtals 13 höggum undir pari.

Andri Þór Björnsson lék á 65 höggum í dag, eða sjö höggum undir pari og endaði í 8-11. sæti.

Haraldur Franklín Magnús lék hringina þrjá samtals á pari vallar, en hann lék á einu höggi undir pari í dag og endar í 19-23. sæti.

mbl.is