Góður hringur hjá Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur þriðja hringinn á Camb­ia Port­land Classic-mótinu ...
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur þriðja hringinn á Camb­ia Port­land Classic-mótinu í Portland í dag.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hring sinn  á Cambia Port­land Classic-mótinu sem fram fer í Portland í Oregon í Bandaríkjunum í dag. Ólafía Þórunn lék hringinn í dag á þremur höggum undir pari vallarins og hefur leikið hringina þrjá á samtals fimm höggum undir pari. Ólafía Þórunn er í 36. - 50. sæti mótsins eins og sakir standa.

Ólafía Þórunn lék fyrstu sjö holurnar á pari vallarins, en hún hún lauk fyrri helmingi hringsins með því að fá tvo fugla í röð. Smá bakslag koma á 10. holunni þar sem Ólafía Þórunn fékk skolla, en hún náði sér aftur á strik og lék 11. holuna á pari. 

Ólafía Þórunn komst svo á flug og nældi sér í þrjá fugla í röð og lék tvær holur þar á eftir á pari. Annar skolli Ólafíu Þórunnar leit svo dagsins ljós á 17. holu vallarins, en ellefta parið hennar kom svo á 18. holunni. 

Ólafía Þórunn leikur fjórða og síðasta hring mótsins á morgun, en hún er fimm höggum á eftir forystusauðunum fjórum, Gaby Lopez, Stacy Lewis, Brooke M. Henderson og In Gee Chun fyrir lokahringinn. 

Ólafía í Portland - 3. hringur opna loka
kl. 19:37 Textalýsing <b>18. Par</b>. Ólafía Þórunn lýkur leik með því að spila síðustu holu vallarins á pari. Ólafía Þórunn lék því á þremur höggum undir pari vallarins í dag sem er vel af sér vikið og hefur leikið hringina þrjá á samtals fimm höggum undir pari vallarins. Ólafía Þórunn er í 36. - 50. sæti mótsins eins og sakir standa.
mbl.is