Aron og Guðrún unnu fyrsta mótið

Aron Snær Júlíusson
Aron Snær Júlíusson Ljósmynd/GSÍ

Aron Snær Júlíusson úr GKG og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigruðu á Bose-mótinu sem var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi fyrir tímabilið 2017-2018. Aron Snær setti jafnframt nýtt vallarmet á Jaðarsvelli í dag þegar hann lék á 64 höggum eða -7. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Guðrún Brá lék á +3 samtals og sigraði með fjögurra högga mun. Þetta er annað mótið í röð sem Aron Snær vinnur á Eimskipsmótaröðinni en hann sigraði einnig á Securitasmótinu þar sem keppt var um GR-bikarinn á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar í ágúst.

Úrslit í karlaflokki:

1. Aron Snær Júlíusson GKG (70-69-64) 203 högg -10
2.-6. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (75-70-74) 219 högg +6
2.-6. Hlynur Bergsson, GKG (75-73-71) 219 högg +6
2.-6. Andri Már Óskarsson, GHR (71-74-74) 219 högg +6
2.-6. Björgvin Sigurbergsson, GK (74-71-74) 219 högg +6
2.-6. Kristján Benedikt Sveinsson GA 2 F 35 37 72 1 72 75 72 219 6
7.-8. Tumi Hrafn Kúld, GA (73-73-74) 220 högg +7
7.-8. Kristján Þór Einarsson, GM (74-74-72) 220 högg +7

Úrslit í kvennaflokki:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (69-71-76) 216 högg +3
2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (72-75-73) 220 högg +7
3. Saga Traustadóttir, GR (71-75-76) 222 högg +9
4. Heiða Guðnadóttir, GM (81-75-77) 233 högg +20
5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (76-80-83) 239 högg +26

mbl.is