Haraldur og Axel í toppbaráttu

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Ljósmynd/golf.is

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson eru á meðal efstu manna eftir fyrsta hringinn á SGT Tourfinal mótinu sem er lokamótið Nordic Golf mótaraðarinnar og fram fer í Árósum í Danmörku.

Aðstæður voru erfiðar fyrir kylfingana í dag en Haraldur spilaði hringinn á 72 höggum eða tveimur höggum yfir parinu og er í 4.-6. sæti. Axel lék á 73 höggum og er í 6.-12. sæti. Spilaðir verða þrír hringir á mótinu sem lýkur á laugardaginn.

Axel er í efsta sæti á stigalistanum og er svo gott sem bú­inn að tryggja sér þátt­töku­rétt á Áskor­enda­mótaröðinni á næsti ári en hún er sú næst­sterk­asta í Evr­ópu. Haraldur Franklín er í 7. sætinu og er í baráttu um að komast á Áskorendamótaröðina en til þess þarf hann að enda á meðal fimm efstu á stigalistanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert