Skelfileg byrjun hjá Spieth

Jordan Spieth er í vandræðum í upphafi annars keppnisdags.
Jordan Spieth er í vandræðum í upphafi annars keppnisdags. AFP

Jordan Spieth var ekki lengi að kasta frá sér forystunni á Masters í upphafi annars keppnisdags á Augusta í dag. 

Spieth hafði tveggja högga forskot eftir fyrsta keppnisdag og var á sex undir pari. Hann fékk skramba á fyrstu holunni í dag og skolla á 2. holu sem er par 5. Þar er algengara að bestu kylfingarnir nái sér í fugl heldur en hitt. 

Spieth er þá á þremur undir pari en Matt Kuchar og Rory McIlroy eru nú efstir á samtals 4 undir. McIlroy er á höggi undir pari eftir þrjá holur í dag og Kuchar á pari eftir fjórar holur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert