Birgir sjöundi í Tékklandi

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék frábært golf í dag á Czech Challenge mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu, þeirri næststerkustu í Evrópu, og endaði í sjöunda sæti.

Birgir Leifur lék á 66 höggum á fjórða hring sínum í dag, á sex höggum undir pari.

Sá hringur skilaði Skagamanninum í sjöunda sætið en hann lék hringina fjóra á samtals 13 höggum undir pari. Um langbesta árangur Birgis er að ræða á tímabilinu en hann hafði best náð 62. sætinu á opna ástralska mótinu í lok síðasta árs.

Keilismaðurinn Axel Bóasson var einnig á meðal keppenda en náði ekki niðurskurðinum.

mbl.is