Ólafía í góðum málum eftir sex fugla

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hring sínum á Thornberry Creek-golfmótinu í bænum Oneida í Wisconsin-ríki í norðausturhluta Bandaríkjanna. Ólafía fékk sex fugla og þrjá skolla og lék á þremur höggum undir pari.

Ólafía byrjaði ekki sérstaklega vel og fékk skolla á fyrstu holunni, en hún svaraði því með fugli á þriðju holu. Hún fékk svo tvo fugla í röð á áttundu og níundu holunni, en annan skolla á tólftu. 

Hún gerði sér svo lítið fyrir og fékk þrjá fugla á fjórum holum og komst fjórum höggum undir parið. Ólafía fékk hins vegar skolla á sautjándu holu og fór aftur þremur höggum undir parið. Ólafía er í 18.-31. sæti þegar fréttin er skrifuð, en það gæti breyst er allir kylfingar ljúka leik. 

Haldi Ólafía sömu spilamennsku áfram, er ljóst að hún er á leiðinni í gegnum niðurskurðinn á morgun. 

Ólafía í Oneida, 1. dagur opna loka
kl. 17:25 Textalýsing 18 - PAR - Ólafía klárar þennan flotta hring með því að fá par á 18. holunni. Sex fuglar og þrír skollar. Það er lítið hægt að kvarta yfir því.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert