Guðmundur og Helga efst eftir fyrsta keppnisdag

Helga Kristín Einarsdóttir er með þægilega forystu í kvennaflokki eftir ...
Helga Kristín Einarsdóttir er með þægilega forystu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdag. Ljósmynd/Styrmir Kári

Fyrsti keppnisdagur Securitas-mótsins í golfi fór fram í dag en keppt er um GR-bikarinn á Eimskipsmótaröðinni. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) er efstur í karlaflokki á 4 höggum undir pari og Helga Kristín Einarsdóttir (GK) er efst í kvennaflokki en hún lék á -3 eða þremur höggum undir pari.

Rúnar Arnórsson úr Keili lék á -3 og er ekki langt á eftir Guðmundi. Sex kylfingar eru jafnir í 3.-8. sæti og þar á meðal er Axel Bóasson, GK á -1. Í kvennaflokki hefur Helga Kristín örugga forystu en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keili, er í öðru sæti á +4 eða fjórum höggum yfir pari. Hún er jafnframt 7 höggum á eftir Helgu Kristínu eftir fyrsta keppnisdag.

mbl.is