Ólafur í 16. sæti eftir tvo hringi

Ólafur Björn Loftsson
Ólafur Björn Loftsson Ljósmynd/Styrmir Kári

Atvinnukylfingurinn Ólaf­ur Björn Lofts­son náði ekki að halda uppteknum hætti á öðrum hring sínum á Bråviken Open-mótinu á Nordic Tour-mótaröðinni í golfi. Ólafur lék á sex höggum undir pari í gær, eða 66 höggum, en hann lék á 70 höggum í dag, tveimur undir pari. 

Ólafur fékk fjóra fugla, tvo skolla og tólf pör í dag. Hann er í 16. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum, sex höggum á eftir Svíanum Hampus Bergman sem er í forystu. 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson hafa allir leikið á mótaröðinni á tímabilinu, en Ólafur er eini íslenski keppandinn á mótinu. 

mbl.is