Guðrún Brá úr leik eftir slæman hring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, náði sér ekki á strik á öðrum hring sínum á WPGA International Challenge í Stoke á Englandi í dag. Guðrún lék á 78 höggum, sex höggum yfir pari, og lauk leik á samanlagt átta höggum yfir pari. 

Mótið er hluti af LET Access-mótaröðinni. Guðrún Brá var fjórum höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Manon De Roey frá Belgíu er efst á níu höggum undir pari og Lydia Hall frá Wales í öðru sæti, höggi á eftir. 

mbl.is