Ekki spurning hvort heldur hvenær (myndskeið)

Tiger Woods fagnar sigri sínum eftir lokahöggið á 18. holunni.
Tiger Woods fagnar sigri sínum eftir lokahöggið á 18. holunni. AFP

Phil Mickelson hrósaði Tiger Woods í hástert eftir sigur Tigers á loka­móti FedEx-úr­slita­keppn­inn­ar í PGA-mótaröðinni í golfi á East Lake-vell­in­um í Atlanta í Banda­ríkj­un­um í gær­kvöld.

„Hann hefur leikið svo gott golf á árinu að þessi sigur kemur ekkert á óvart. Tiger lék svo vel á þessum erfiða velli og við efuðumst aldrei að hann myndi ekki vinna aftur mót.

Þetta var ekki spurning hvort heldur hvenær hann myndi fagna sigri,“ sagði Mickelson við fréttamenn eftir mótið en samherjar Tigers í golfinu og golfáhugafólk út um víða veröld fagnaði sigri Tigers.

Þetta var fyrsti sigur Tigers á mótinu frá því í ágúst 2013 og 80. sigur hans á móti í PGA-mótatöðinni.

mbl.is