Úr 1.199 sæti upp í 13. sætið

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods heldur áfram að klifra upp heimlistann í golfi en eftir sigurinn á loka­móti FedEx-úr­slita­keppn­inn­ar í PGA-mótaröðinni í golfi á East Lake-vell­in­um í Atlanta í Banda­ríkj­un­um í gær­kvöld er hann kominn upp í 13. sæti.

Fyrir mótið í Atlanta var Tiger í 21. sæti en hann fór upp um átta sæti eftir fyrsta sigur sinn í PGA-mótaröðinni í rúm fimm ár. Í desember á síðasta ári var Tiger í 1.199. sæti á heimlistanum.

Sætaskipti urðu á toppnum. Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson hefur endurheimt toppsætið en því náði hann með því að hafna í þriðja sætinu á lokamóti FedEx-úr­slita­keppn­inn­ar. Johnson tók toppsætið af Englendingnum Justin Rose, sem er í öðru sæti, og í þriðja sætinu er Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka.

Staðan á heimslistanum

mbl.is