Guðmundur Ágúst varð annar á Spáni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafnaði í öðru sæti á atvinnumótaröð sem fram fer á Spáni.

Guðmundur Ágúst lék hringina tvo á Gecko-mótaröðinni á átta höggum undir pari og var fjórum höggum frá efsta sætinu en um 50 keppendur tóku þátt í mótinu, þar á meðal Þórir Björgvinsson sem endaði í 43.-45. sæti á 27 höggum yfir pari.mbl.is