Veitir þeim yngri keppni

Phil Mickelson með verðlaunagripinn.
Phil Mickelson með verðlaunagripinn. AFP

Phil Mickelson sigraði í 44. sinn á móti á PGA-mótaröðinni í golfi í gær þegar hann notaði fæst högg á Pebble Beach-mótinu. Mótinu lauk í Kaliforníu í gær en ekki tókst að ljúka því á sunnudegi fyrir myrkur.

Mickelson verður 49 ára í sumar en gengur vel að veita ungu mönnunum á mótaröðinni keppni. Hann lék holurnar 72 á samtals 19 undir pari en þrír vellir eru notaðir í mótinu.

Mótið á sér langa sögu en enginn hefur fagnað sigri oftar en Mickelson sem sigraði nú í fimmta skipti og jafnaði þar með met Mark O'Meara.

Þar sem Mickelson er enn í þessum gæðaflokki er ekki útilokað að hann gæti orðið elsti karlinn til að vinna eitt af risamótunum. Sá elsti sem sigraði, Julius Boros, var 48 ára. Sá elsti til að vinna PGA-mót er Sam Snead og var hann 52 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert