Ólafía í ágætri stöðu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn á Skyigolf-meistaramótinu í golfi í Charlotte í Bandaríkjunum á pari vallarins, 72 höggum, en hún lauk hringnum rétt í þessu.

Ólafía fékk skolla á fjórðu og sextándu holu, fugla á fimmtu og átjándu holu, en lék hinar fjórtán holurnar á pari. Hún er í 32. til 49. sæti af um 130 keppendum sem stendur, þegar flestir keppendanna hafa lokið fyrsta hringnum.

Þetta er fyrsta mótið í Symetra-mótaröðinni 2019, næststerkustu mótaröð Bandaríkjanna, en Ólafía náði ekki að halda keppnisrétti sínum á LPGA eftir að hafa leikið þar í tvö ár.

Jessy Tang, Jillian Hollis og Lauren Kim, allar frá Bandaríkjunum, eru með forystu eftir fyrsta hringinn en þær léku allar á 67 höggum, fimm undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert