Fín frammistaða hjá Guðrúnu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á 74 höggum eða á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum á Sotogrande In­vitati­onal-mót­inu í golfi á Evr­ópu­mótaröðinni en mótið fer fram í Andalúsíu á Spáni.

Guðrún Brá er jöfn fleiri kylfingum í 45. sæti en ekki hafa allir kylfingar lokið leik í dag. Hún fékk fjóra fugla, fjóra skolla og einn skramba. Fyrr í dag spilaði Valdís Þóra á 78 höggum eða sex höggum yfir pari vallarins.

Staðan á mótinu

mbl.is