Erfiður dagur hjá Valdísi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, átti erfiðan dag í vinnunni í Andalúsíu í dag og lék á 78 höggum. 

Um er að ræða fyrsta hringinn á Sotogrande Invitational-mótinu í Evrópumótaröðinni. 

Valdís er á sex höggum yfir pari vallarins og er í 79. sæti sem stendur en ekki hafa allar lokið leik í dag. 

Hún fékk tólf pör og sex skolla á hringnum og létu fuglarnir því á sér standa í dag. 

mbl.is