Dagbjartur og Ragnhildur sigruðu á Hlíðavelli

Ragnhildur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir.
Ragnhildur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir. Ljósmynd/Björgvin Franz Björgvinsson

Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir, bæði úr GR, báru sigur úr býtum á Síma mótinu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ sem fram fór um helgina. Mótið er hluti af mótaröð þeirra bestu.

Dagbjartur, sem vann einnig Egils Gull mótið í síðasti mánuði, spilaði þriðja og síðasta hringinn á fimm höggum undir pari í dag en hann lauk keppni á alls sex höggum undir. Andri Þór Björnsson kom næstur á tveimur höggum undir og þá var Kristófer Karl Karlsson úr GM þriðji á einu höggi undir pari.

Ragnhildur lék í dag á tíu höggum yfir pari og lauk keppni samanlagt á sama skori. Saga Traustadóttir var önnur og nokkuð á eftir, en hún lauk keppni á 18 höggum yfir, tveimur höggum betur en Helga Kristín Einarsdóttir úr GK sem endaði í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert