Haraldur efstur fyrir lokahringinn

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Haraldur Franklín Magnús er einn efstur etir tvo hringi á Camfil Nordic Championship mótinu í golfi. Mótið er á Nordic Golf mótaröðinni og er spilað í Svíþjóð. 

Haraldur lék á 65 höggum í gær og 69 höggum í dag og er samanlagt á tíu höggum undir pari. Hann er með tveggja högga forystu á Svíann Christopher Sahlström. Þriðji og síðasti hringurinn verður leikinn á morgun. 

Íslandsmeistarinn Axel Bóasson er jafn í þriðja sæti á sjö höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn í gær á 71 höggi, en hann var í stuði í dag og spilaði á 66 höggum.

Andri Þór björnsson lék á 72 höggum í gær og er í hörðum slag um að komast í gegnum niðurskurðinn. Hann á þrjár holur eftir af öðrum hring, en eins og staðan er núna sleppur hann í gegnum niðurskurðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert