Ólafía í gegnum niðurskurðinn

Ólafía Þórunn er í 69.-77. sæti á Marathon Classic-mótinu eftir …
Ólafía Þórunn er í 69.-77. sæti á Marathon Classic-mótinu eftir fyrstu tvo hringina. Ljósmynd/LPGA

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir rétt komst í kvöld í gegnum niðurskurðinn á Marathon Classic-mótinu í golfi sem fram fer í Ohio og er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía náði sér ekki á strik í dag og lék á samtals 75 höggum og fékk fimm skolla og einn fugl, en hún lék á samtals fjórum höggum yfir pari.

Það kom ekki að sök því hún lék fyrsta hringinn á fimmtudaginn á 68 höggum eða þremur höggum undir pari og lék því samtals á einu höggi yfir pari og rétt slapp í gegnum niðurskurðinn í 69.-77. sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina