Guðrún komst á lokaúrtökumótið

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, tryggði sér í dag sæti á lokaúrtökumótinu fyrir opna breska meistaramótið í golfi.

Þetta kemur fram á kylfingur.is en Guðrún hafnaði í 9. sæti á úrtökumóti á Sandy Lodge golfvellinum í Englandi í dag.

Guðrún Brá lék á 73 höggum eða á einu höggi undir pari en 28 efstu kylfingarnir tryggðu sér þáttökurétt á lokaúrtökumótinu sem fram fer 29. þessa mánaðar á Englandi. Guðrún fékk þrjá fugla og fjóra skolla á hringnum í dag.

Opna breska meistaramótið fer fram á Woburn golfvellinum á Englandi dagana 1.-4. ágúst.

mbl.is