Shane með forystu

Shane Lowry.
Shane Lowry. AFP

Írinn Shane Lowry hefur leikið best allra hingað til á The Open sem hófst í rigningarsudda á Royal Portrush-vell­in­um á Norður-Írlandi í morg­un.

Lawrey lék hringinn á 67 höggum eða á fjórum höggum undir pari og er sem stendur með eins höggs forskot á sex kylfinga sem hafa lokið leik í dag.

Bandaríkjamaðurinn Brook Koepka, sem margir hafa spáð sigri á mótinu, er á tveimur höggum undir pari eftir sex holur eins og landi hans Jordan Spieth.

Norður-Írinn Rory McIlroy hefur aðeins náð að rétta hlut sinn en spilaði fyrstu holuna á fjórum höggum yfir pari og var fimm höggum yfir pari eftir þrjár holur en er nú á þremur höggum yfir pari líkt og Ítalinn Francesco Molanari sem á titil að verja.

Tiger Woods tekur sitt fyrsta teighögg klukkan 15 en margir bíða spenntir eftir því hvað hann gerir á mótinu.

Staðan á mótinu er uppfærð hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert