Birgir og Guðmundur komust báðir í gegn

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust báðir í gegnum niðurskurðinn eftir annan hring á Open de Bretagne-mótinu í golfi í Frakklandi í dag en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Þér léku báðir á tveimur höggum yfir pari í dag eða 72 höggum. Birgir Leifur fékk örn á 7. holunni og þrjá fugla þar að auki en Guðmundur fékk fjóra fugla. Þeir eru því áfram jafnir en báðir léku þeir á þremur höggum undir pari á fyrsta hringnum í gær og voru saman í öðru sæti eftir daginn.

Núna sitja þeir saman í 13.-23. sæti á samtals einu höggi undir pari en Josh Geary frá Nýja-Sjálandi er efstur á fimm höggum undir pari. Tveir síðustu hringirnir verða spilaðir á morgun og sunnudag.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is