Íslandsmeistarinn bætti sig um fimm högg

Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði flott golf í Ástralíu í nótt.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði flott golf í Ástralíu í nótt. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék sinn annan hring á Dub­bo-golf­vell­in­um í New South Wales í Ástr­al­íu í nótt en mótið er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni, þeirri næst­sterk­ustu í heimi. Guðrún Brá lék hringinn á 72 höggum eða pari vallarins.

Guðrún Brá spilaði stöðugt golf allan tímann, fékk þrjá fugla á hringnum og þrjá skolla en hún stóð sig sérstaklega vel á seinni níu holunum þar sem hún fékk sjö pör og tvo fugla. Guðrún Brá er samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Hún er í í 96.-112. sæti af 156 keppendum en það verður að teljast ólíklegt að hún muni komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu sem mun að öllum líkindum miðast við þrjú högg yfir par en enn þá eiga einhverjir kylfingar eftir að ljúka leik, þar á meðal Valdís Þóra Jónsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert