Blásið af eftir fyrsta hring

Rory McIlroy var einn af þeim sem hafði kallað eftir …
Rory McIlroy var einn af þeim sem hafði kallað eftir því að Players-mótinu yrði frestað. AFP

Players-meistaramótinu í golfi, sem fara átti fram á Sawgrass-vellinum á Ponte Vedra-ströndinni í Flórída í Bandaríkjunum dagana 12.-15. mars, hefur verið aflýst eftir fyrsta keppnisdag vegna kórónuveirunnar en þetta kemur fram í tilkynningu sem PGA sendi frá sér í nótt.

Players-meistaramótið er eitt stærsta golfmótið á hverju keppnistímabili þótt það teljist ekki til risamótanna fjögurra. Upphaflega átti að leika mótið til enda, án áhorfenda, en PGA hætti snögglega við þá áætlun eftir fyrsta keppnishring.

Þá hefur næstu fjórum mótum á PGA-mótaröðinni verið aflýst vegna veirunnar: Valspar-meistaramótinu á Flórída, WGC-Dell Technologies Match Play í Texas, Corales Puntacana Resort and Club-meistaramótinu í Dóminíska lýðveldinu og Valero Texas Open í Texas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert