Strákurinn fer vel af stað á Skaganum

Dag­bjart­ur Sig­ur­brands­son í Mosfellsbænum um síðustu helgi.
Dag­bjart­ur Sig­ur­brands­son í Mosfellsbænum um síðustu helgi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nær allir bestu kylfingar landsins eru á meðal keppenda á B59 Hotel-mótinu í golfi sem hófst á Leynisvelli klukkan átta í morgun en það er fyrsta mótið á mótaröð Golfsambands Íslands á árinu 2020.

Dagbjartur Sigurbrandsson, kylfingurinn kornungi úr GR, hefur farið best allra af stað og leikið fyrstu tólf holurnar á þremur höggum undir pari. Hann var nálægt því að vinna fyrsta mót ársins í Mosfellsbæ um síðustu helgi en gaf eftir á lokasprettinum.

Hákon Örn Magnússon er í öðru sæti eins og er á tveimur höggum undir pari eftir sex holur. Atvinnukylfingurinn Andri Þór Björnsson sem sigraði í Mosfellsbæ er ásamt fleirum á einu höggi undir pari en hann hefur leikið sex holur. Margir af þeim bestu hafa ekki hafið keppni enn þá og þá er keppni í kvennaflokki ekki hafin en þar eru atvinnukonurnar þrjár fremstar í flokki meðal þátttakenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert