Útlit fyrir hörkubaráttu

Harold Varner III gat leyft sér að brosa í dag.
Harold Varner III gat leyft sér að brosa í dag. AFP

Útlit er fyrir spennandi keppni um helgina á Charles Schwab Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi, því fyrsta í þrjá mánuði. 

Harold Varner III er efstur á 11 undir pari en hann lék á 66 höggum í dag. Jordan Spieth og Bryson DeChambeau eru aðeins höggi á eftir en þeir hafa báðir leikið á 65 og 65. Er þetta það besta sem Spieth hefur sýnt í langan tíma. 

Rory McIlroy fór á kostum í dag og lék á 63 höggum en hann er á 9 undir pari samtals. Collin Morikawa og Zander Schauffele eru jafnir McIlroy. 

Fleiri öflugir kylfingar koma þar á eftir. Justin Thomas, Justin Rose og Gary Woodland eru til að mynda allir á 8 undir pari. 

Hart er barist á mótinu en flestir af snjöllustu kylfingum heims eru á meðal keppenda ef frá er talinn Tiger Woods. 

Dustin Johnson, Rickie Fowler, Jason Day, Webb Simpson og Jon Rahm eru á meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð keppenda. 

Jordan Spieth hefur leikið mjög vel.
Jordan Spieth hefur leikið mjög vel. AFP
mbl.is