Tiger keppir með 10 ára syni sínum

Tiger Woods með syni sínum.
Tiger Woods með syni sínum. mbl.is/AFP

Tiger Woods keppir á PNC-meistaramótinu í golfi sem fram fer í Orlando dagana 17.-20. desember næstkomandi. Mótið er frekar óhefðbundið en Tiger verður í liði með tíu ára syni sínum Charlie Woods.

Auk feðga taka einnig þátt þekktir kylfingar úr LPGA-mótaröðinni og verða Annika Sörenstam og David Duval saman í liði.  

Þekktir kylfingar á borð við Jim Furyk, Justin Thomas, John Daly, Greg Norman, Vijay Singh, Padraig Harrington og Gary Player leika á mótinu í ár. Bernhard og Jason Langar fögnuðu sigri á mótinu í fyrra.

„Ég vinn hann eins og er en hann er að komast betur inn í leikinn og veit hvernig á að spila. Hann spyr réttu spurninga og það er gaman að spila með honum,“ var haft eftir Tiger eftir staðfestingu á þátttöku hans.

mbl.is