Upp um átta sæti á lokamótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/seth@golf.is

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék annan hringinn á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar í golfi á 68 höggum eða þremur undir pari. Með hringnum fór hann upp um átta sæti og upp í 22. sæti þegar mótið er hálfnað.

Guðmundur fékk fjóra fugla á hringnum og einn skolla. Hann er á samtals tveimur höggum undir pari eftir hringina tvo, níu höggum frá Þjóðverjanum Alexander Knappe sem er í forystu.

Leikið er á Mallorca og fer þriðji hringurinn fram í dag og sá fjórði og síðasti á morgun.

mbl.is