Andri sigurvegari í Hafnarfirði

Andri Már Óskarsson varð efstur í Hafnarfirðinum í dag.
Andri Már Óskarsson varð efstur í Hafnarfirðinum í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Andri Már Óskars­son úr Golf­klúbbi Sel­foss varð efstur karla í Hvaleyrarbikarnum í golfi í Hafnarfirði í dag en hann var efstur ásamt Axel Bóassyni eftir annan hring í gærkvöldi.

Þriðja og síðasta keppnisdeginum var nú að ljúka hjá Keili í Hafnarfirði en Andri lék hringinn á 70 höggum, einu undir pari, og lauk keppni á alls sex höggum undir pari. Daníel Ísak Steinarsson og Axel, báðir úr Golfklúbbi Keilis, voru næstir á fjórum höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert