Patrekur ráðinn þjálfari Vals

Patrekur Jóhannesson
Patrekur Jóhannesson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Patrekur Jóhannesson verður næstu þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik samkvæmt öruggum heimildum mbl.is. Valsmenn hafa boðað til blaðamannafundar kl. 18.15 í dag þar sem greint verður frá ráðningunni.

Patrekur tekur þar með við af Óskari Bjarna Óskarssyni sem nýverið var ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Viborg.

Patrekur er landsliðsþjálfari Austurríkis og mun halda því starfi áfram samhliða þjálfuninni hjá Val.

Patrekur er fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og lék með Stjörnunni og KA hér heima á sínum tíma og þýsku liðunum Tusem Essen, GWD Minden auk Bidasoa á Spáni. Veturinn 2010 - 2011 þjálfaði hann þýska 2. deildarliðið TV Emsdetten.

Myndband með viðtali við Patrek.

mbl.is