Alfreð og Þórir bestir í heimi?

Alfreð Gíslason á sigurstundu, með styttuna sem fylgir sigri í …
Alfreð Gíslason á sigurstundu, með styttuna sem fylgir sigri í Meistaradeild Evrópu, sigurlaunin í þýsku bikarkeppninni og loks Þýskalandsmeistarasjöldinn. mbl.is/Sascha Klann

Alþjóðahandknattleikssambandið hefur tilkynnt hvaða tíu þjálfarar, fimm í karlaflokki og fimm í kvennaflokki, koma til greina í kjörinu á þjálfurum ársins 2011.

Alfreð Gíslason hjá Kiel er eini þjálfari félagsliðs sem tilnefndur er og annar Íslendingur, Þórir Hergeirsson, er tilnefndur sem þjálfari norska kvennalandsliðsins.

Í flokki þjálfara karlaliða eru tilnefndir auk Alfreðs þeir Ulrik Wilbek (Danmörk), Claude Onesta (Frakkland), Valero Rivera López (Spánn) og Eduardo Gallardo (Argentína). Í flokki þjálfara kvennaliða eru auk Þóris þeir Olivier Krumbholz (Frakkland), Dragan Adzic (Svartfjallaland), Morten Soubak (Brasilía) og Francisco Eduardo (Angóla). sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert