Fleiri Íslendingar til Emsdetten?

Anton Rúnarsson í búningi Nordsjælland en hann lék með liði …
Anton Rúnarsson í búningi Nordsjælland en hann lék með liði félagsins í vetur sem leið. Ljósmynd/nordsjaelland-haandbold.dk

Íslendingunum sem leika með þýska handknattleiksliðinu Emsdetten gæti fjölgað um einn fyrir næsta tímabil en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Anton Rúnarsson líklegur til að ganga til liðs við félagið á næstu dögum.

Anton hefur ákveðið að yfirgefa danska liðið Nordsjælland sem hann gekk til liðs við í fyrra en það féll úr dönsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Þar á undan lék Anton með SönderjyskE í Danmörku og Valsmönnum hér heima.

Emsdetten er fallið úr þýsku Bundesligunni en þrír Íslendingar eru á mála hjá félaginu. Það eru þeir Ernir Hrafn Arnarson, Oddur Gretarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson sem varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í leik með liðinu í febrúar. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert