Þetta er rosalega fúlt

„Við erum búnar að taka eitt skref í viðbót frá því í fyrra og vonandi förum við enn lengra á næsta ári,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem skoraði 8 mörk fyrir Selfyssinga í tapinu gegn Haukum í Coca Cola-bikarnum í handknattleik í kvöld.

Staðan var jöfn, 22:22, þegar fáeinar mínútur voru eftir en Haukar skoruðu fjögur síðustu mörkin og unnu 26:22.

„Þetta er rosalega fúlt en ég er mjög stolt af liðinu. Við sýndum mikla baráttu og vorum mjög flottar í þessum leik,“ sagði Hrafnhildur Hanna. Hún segir sigurinn hafa getað fallið hvoru megin sem var:

„Það voru lítil smáatriði sem gerðu útslagið, lausir boltar og eitthvað slíkt. Leikskipulagið okkar gekk alveg upp og vörnin var frábær. Við spiluðum mjög vel og það er bara fúlt að hafa tapað þessu.“

mbl.is