Sjö marka sigur hjá Degi

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla.
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. mbl.is/Golli

Þýska landsliðið í handknattleik karla undir stjórn Dags Sigurðssonar vann landslið Túnis, 37:30, í vináttulandsleik í Stuttgart í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tók þýska liðið af skarið í þeim síðari og náði öruggu forskoti sem  dugði til öruggs sigurs.

Þjóðverjar voru með tveggja marka forskot í hálfleik, 20:18. Christian Dissinger skoraði átta mörk fyrir þýska liðið og var markahæstur. Wael Jallouz, leikmaður Barcelona og fyrrverandi liðsmaður Kiel, skoraði flest mörk Túnisbúa, níu.

Næstu leikir þýska landsliðsins verða gegn íslenska landsliðinu á laugardag og sunnudag í Kassel og Hannover. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert