Aron verður sá dýrasti í sögunni

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. © Melczer Zsolt

Fallist forráðamenn ungverska liðsins Veszprém á tilboð þýska liðsins THW Kiel í Aron Pálmarsson, landsliðsmann í handknattleik, verður Aron dýrasti handknattleiksmaður sögunnar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vill Kiel kaupa Aron fyrir fimm milljónir evra, sem jafngildir um 710 milljónum króna. Áður hefur Veszprém afþakkað tilboð frá Kiel upp á þrjár milljónir evra.

Hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir handknattleiksmann er tvær milljónir evra þegar PSG klófesti Nikola Karabatic frá Barcelona í fyrra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert