Fumlaust áralag í lífróðrinum

Íslenska landsliðið fagnar í leikslok í Laugardalshöll í gærkvöld.
Íslenska landsliðið fagnar í leikslok í Laugardalshöll í gærkvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska landsliðið í handknattleik lauk lokaprófi sínu á þessari leiktíð með miklum sóma og tryggði sér keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Króatíu. Átta marka sigur, 34:26, og flugeldasýning var það sem íslenska landsliðið bauð upp á daginn eftir að þjóðin fagnaði 73 ára lýðveldi. Ísland hafnaði í þriðja sæti í riðli sínum og fer inn á EM með bestan árangur í þriðja sæti. Hvergi var slegið af við lífróðurinn.

Lokaleikur liðsins var sá allra besti sem það hefur sýnt um langt skeið, að minnsta kosti það rúma ár sem Geir Sveinsson hefur verið landsliðsþjálfari. Leikmenn íslenska landsliðsins svöruðu svo sannarlega kallinu. Þeir lögðust saman á árarnar og áratakið var frá fyrstu mínútu taktfast, full einbeitingar. Úkraínumennirnir voru seigir framan af, eins og vitað var. Þeir vörðust af ákefð en áttu ekki möguleika á að fylgja íslenska liðinu eftir þegar frá leið. Fimm marka munur var í hálfleik, 18:13, eftir að leiðir skildu í annað sinn í hálfleiknum þegar hann var svo að segja á enda kominn.

Í síðari hálfleik lék aldrei vafi á því hvort liðið væri fljótara á árunum og taktfastara. Já, öruggt og fumlaust var áralagið, eins og mennirnir hefðu aldrei annað gert.

Nánar er fjallað um sigur Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert