ÍBV rótburstaði Gróttu

Landsliðskonurnar Ester Óskarsdóttir ÍBV og Lovísa Thompson Gróttu mætast í ...
Landsliðskonurnar Ester Óskarsdóttir ÍBV og Lovísa Thompson Gróttu mætast í Eyjum. mbl.is/Sigfús

ÍBV vann stórsigur á Gróttu, 32:17, þegar liðin áttust við í lokaleik 4. umferðar í Olís-deild kvenna í handknattleik í Eyjum í kvöld.

Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Eyjakvenna algjörir en staðan eftir fyrri hálfleikinn var, 18:11.

Það var í raun pínlegt að horfa á síðari hálfleikinn þar sem Gróttukonur gátu varla keypt sér mark. Það klikaði gjörsamlega allt sem gat klikkað hjá liðinu sem var án Lovísu Thompson síðustu 55 mínútur leiksins.

Hjá ÍBV skoruðu Greta Kavaliuskaite og Ester Óskarsdóttir sitthvor sjö mörkin en Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Erla Rós Sigmarsdóttir vörðu samtals 18 skot.

Hjá Gróttu skoraði Unnur Ómarsdóttir sex mörk en Selma Jóhannsdóttir varði 11 skot og Soffía Steingrímsdóttir varði fjögur skot. 

ÍBV komst þar með upp að hlið Vals í efsta sæti en bæði lið hafa 7 stig eftir fjóra leiki en Grótta en Grótta er á botninum ásamt Fjölni með aðeins 1 stig.

ÍBV 32:17 Grótta opna loka
60. mín. Leik lokið Þetta var einn mest óspennandi leikur sem ég hef séð í handbolta, í langan tíma. Þetta var gjörsamlega pínlegt í síðari hálfleik þar sem gestirnir gátu varla keypt sér mark.
mbl.is