Rúnar Kárason orðaður við Esbjerg

Rúnar Kárason.gæti fært sig um set í sumar.
Rúnar Kárason.gæti fært sig um set í sumar. mbl.is/Golli

Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Hannover Burgdorf, gæti verið á förum frá þýska félaginu. Rúnar fær ekki að spila mikið fyrir Hannover og þarf að gera sér að góðu að byrja á bekknum leik eftir leik. 

Hann hefur verið ófeiminn við að lýsa yfir óánægju sinni með þá stöðu og orðar TV 2 í Danmörku hann við danska félagið Ribe-Esbjerg. Ribe-Esbjerg ætlar sér stóra hluti á næstu árum og gekk markmaðurinn Søren Rasmussen til liðs við félagið í gær. 

Samkvæmt dönsku sjónvarpsstöðinni eru viðræður við Rúnar hafnar og ef allt gengur upp, verður hann orðinn leikmaður Ribe-Esbjerg næsta sumar. 

mbl.is