Íslendingar í undanúrslit

Hannes Jón Jónsson þjálfari West Wien.
Hannes Jón Jónsson þjálfari West Wien. Ljósmynd/handball-westwien.at

Íslendingaliðið West Wien komst í gærkvöldi í undanúrslit í austurrísku bikarkeppninni í handknattleik karla. West Wien vann þá Ferlach með eins marks mun, 24:23, á útivelli í hörkuleik. Um var að ræða afar jafnan og spennandi leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndu þegar leikmenn West Wien skoruðu sigurmarkið.

Ólafur Bjarki Ragnarsson og Viggó Kristjánsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir West Wien en þjálfari liðsins er Hannes Jón Jónsson.

West Wien leikur þar með í undanúrslitum bikarkeppninnar sem fara fram síðustu helgina í mars. Leikið verður með sama fyrirkomulagi og hér á landi, þ.e. undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram sömu helgi.

Aon Fivers og Alpla Hard hafa einnig tryggt sér sæti í undanúrslitum ásamt B-liði Aon Fivers. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert