Loksins vann Fram deildarleik

Valdimar Sigurðsson Framari skýtur að markinu í leiknum í kvöld. …
Valdimar Sigurðsson Framari skýtur að markinu í leiknum í kvöld. Jónas Bragi Hafsteinsson Víkingur fylgist með. mbl.is/Eggert

Framarar lögðu Víkinga að velli, 28:23, í 18. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Safamýrinni í kvöld. Um var að ræða fyrsta sigur Framara í deildinni síðan akkúrat þessi lið mættust í Víkinni í október. Safamýrapiltar hafa síðan þá gert eitt jafntefli og tapað átta í röð en hafa þó unnið frækna sigra í bikarkeppninni, nú síðast gegn toppliði FH á dögunum.

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Svanur Páll Vilhjálmsson og Andri Þór Helgason voru markahæstir Framara, allir með sex mörk en heimamenn voru marki yfir í hálfleik. Þeir gáfu svo í og unnu að lokum fimm marka sigur á botnliði Víkings sem hefur aðeins unnið einn leik í vetur og er með fimm stig.

Framarar lyfta sér hins vegar aðeins frá botninum, eru nú með 10 stig og því fjórum frá fallsæti. Auk þessu eru þeir komnir í undanúrslit Coca Cola-bikars karla en þar mæta þeir Selfyssingum í Laugardalshöllinni föstudaginn 9. mars næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert