Tækifæri til að stíga skref í átt að A-landsliðinu

Eyjamaðurinn Agnar Smári Jónsson er á meðal handknattleiksmanna sem skipa …
Eyjamaðurinn Agnar Smári Jónsson er á meðal handknattleiksmanna sem skipa B-landsliðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

B-landslið Íslands í handknattleik karla tekur þátt í æfingamóti í Hollandi dagana 4.-7. apríl og mætir japanska landsliðinu undir stjórn Dags Sigurðssonar auk A og B-landsliða Hollands sem Erlingur Richardsson þjálfar. Um er að ræða fyrstu leiki B-landsliðsins á þessu ári en það hefur nú skipt um nafn en liðið hefur gengið undir vinnuheitinu Afrekshópur HSÍ undanfarin ár.

Einar Guðmundsson, afreksstjóri HSÍ, hefur eftir sem áður þjálfun liðsins á sinni könnu en Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðþjálfari karla, verður með honum á flestum æfingum í undanfara ferðarinnar til Hollands. Æfingar hefjast mánudaginn 26. mars.

Einar segir leikina í Hollandi verða kærkomið verkefni fyrir liðið sem skipað er 18 leikmönnum sem allir leika með félagsliðum á Íslandi. Nokkrir leikmenn hafa leikið átt sæti í A-landsliðinu og tveir þeirra, Ágúst Elí Björgvinsson og Bjarki Már Gunnarsson, tóku þátt í EM í Króatíu í janúar. „Liðið er tækifæri fyrir leikmenn til að stíga milliskrefið frá yngri landsliðunum og upp í A-landsliðið en er einnig vettvangur fyrir þá sem detta út úr myndinni í A-liðinu til þess að vinna sér sæti þar á nýjan leik.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir strákana í liðinu að fá tækifæri til þess að mæta góðum landsliðum,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið þegar hann tilkynnti um val sitt á hópnum en hann fer með 16 leikmenn til Hollands þar leiknir verða fjórir leiki á jafnmörgum dögum.“

Nánar er rætt við Einar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert