Framarar stóðust atlögu ÍBV

Þórey Rósa Stefánsdóttir er hér að skora fyrir Framara gegn …
Þórey Rósa Stefánsdóttir er hér að skora fyrir Framara gegn ÍBV í dag. mbl.is/Hari

Fram lagði ÍBV 27:25 í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik er liðin mættust í Framheimilinu í dag. Staðan í hálfleik var 15:12 fyirr Fram og staðan í einvíginu er nú 2:1 fyrir Fram og fjórði leikur liðanna verður í Vestmanaeyjum á miðvikudaginn. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Fram hafði undirtökin í fyrri hálfleik og staðan var 15:12. Furðulega lítill munur miðað við þann urmul misstaka sem Eyjakonur gerðu í sókninni, þær töpuðu boltanum allt of oft.

Í seinni hálflelik var allt annað að sjá til Eyjaliðsins, baráttan í vörninni var til mikillar fyrirmyndar og mistökunum í sókninni fækkaði. Þær jöfnuðu líka metin 22:22 en Fram náði aftur undirtökunum og hélt þeim til loka.

Fram 27:25 ÍBV opna loka
60. mín. Karen Knútsdóttir (Fram) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert