Kukobat og Aldís framlengdu

Aldís Ásta Heimisdóttir
Aldís Ásta Heimisdóttir mbl.is/Stella Andrea

Jovan Kukobat verður áfram hjá KA í handboltanum næstu tvö árin og Aldís Ásta Heimisdóttir verður einnig næstu tvö árin með KA/Þór.

Handknattleiksdeild KA sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem frá þessu er greint. 

Kukobat er makvörður en á næstunni kemur í ljóst hvort KA spili í úrvalsdeildinni eða 1. deildinni á næsta tímabiil. Í kvöld tekur liðið á móti HK í úrslitarimmunni um að leika í efstu deild næsta vetur. 

Aldís skoraði 50 mörk í 15 leikjum fyrir KA/Þór í vetur sem leikur í efstu deild næsta vetur eftir að hafa farið taplaust í gegnum 1. deildina. 

mbl.is