Agnar Smári á leið í Val

Agnar Smári Jónsson
Agnar Smári Jónsson Haraldur Jónasson/Hari

Agn­ar Smári Jóns­son, skytta úr ÍBV, er að flytja til Reykja­vík­ur og mun hann ganga í raðir Vals í kjöl­farið. Kristján Örn Kristjáns­son, leikmaður Fjöln­is, mun fylla í hans skarð. Þetta er sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Agn­ar hef­ur leikið með ÍBV síðan árið 2013 og verið í lyk­il­hlut­verki í mögnuðu tíma­bili ÍBV til þessa. Eyja­menn eru ríkj­andi deild­ar- og bikar­meist­ar­ar ásamt því að liðið fór alla leið í undanúr­slita­leik Áskor­enda­keppn­inn­ar í Evr­ópu. ÍBV er svo 1:0 yfir í ein­vígi sínu gegn FH í loka­úr­slit­um Íslands­móts­ins. 

Kristján Örn Kristjáns­son eða Donni, hef­ur verið besti leikmaður Fjöln­is und­an­far­in ár og verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Fjöln­ir féll úr efstu deild á leiktíðinni og því hef­ur hann ákveðið að róa á önn­ur mið. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur Agn­ar Smári áhuga á að flytja aft­ur til Vest­manna­eyja er  námi hans í Reykja­vík er lokið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert