Nýlendan í Vín stækkar

Guðmundur Hólmar Helgason.
Guðmundur Hólmar Helgason. Adam Jastrzebowski / Foto Olimpik

Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason hefur ákveðið að ganga til liðs við austurríska liðið West Wien sem Hannes Jón Jónsson þjálfar og tveir íslenskir handknattleiksmenn leika með.

Þetta staðfesti Hannes Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur Hólmar sem skrifar undir tveggja ára samning við West Wien kemur til Austurríkis frá franska liðinu Cesson-Rennes. Hann hefur verið í herbúðum franska liðsins undanfarin tvö ár.

„Ég er mjög ánægður með að hafa krækt í Guðmund Hólmar. Hann er að mínu mati maðurinn sem mig hefur vantað til þess að stýra varnarleik okkar en eins er hann öflugur sóknarmaður,“ sagði Hannes Jón í samtali við Morgunblaðið í gær.

West Wien tapaði með einu marki fyrir Alpla Hard í úrslitum bikarkeppninnar í Austurríki í vetur sem leið og tapaði einnig fyrir Hard í oddaleik í undanúrslitum um austurríska meistaratitilinn á dögunum. Hard er meistari tveggja síðustu ára.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert