Fimm íslenskir þjálfarar á HM

Guðmundur Þórður Guðmundsson t.v. og Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Guðmundur Þórður Guðmundsson t.v. og Gunnar Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimm af liðunum 24 sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi í janúar á næsta ári verða með íslenska þjálfara i brúnni. Um er að ræða einstakan árangur.

Aron Kristjánsson mun stýra landsliði Barein á HM, Dagur Sigurðsson verður með japanska landsliðið, Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrir íslenska landsliðinu, Kristján Andrésson með sænska landsliðið og Patrekur Jóhannesson verður við stjórnvölin hjá austurríska landsliðinu. 

Hingað til hafa íslensku þjálfararnir verið flestir fjórir á sama heimsmeistaramótinu árið 2015 í Katar. Þá var Aron með íslenska landsliðið, Dagur með það þýska, Guðmundur hjá danska landsliðinu og Patrekur með austurríska landsliðið.

Auk þess stefnir í að minnsta kosti tvö liðanna verði með íslenska aðstoðarþjálfara, þ.e. Gunnar Magnússon hjá íslenska landsliðinu og Óskar Bjarna Óskarsson hjá liði Japan.

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Japans.
Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Japans. mbl.is/Árni Sæberg
Aron Kristjánsson, nýráðinn landsliðsþjálfari Barein.
Aron Kristjánsson, nýráðinn landsliðsþjálfari Barein. mbl.is/Golli
Patrekur Jóhannesson landsliðsþjálfari Austurríkis t.v.
Patrekur Jóhannesson landsliðsþjálfari Austurríkis t.v. AFP
Kristján Andrésson landsliðsþjálfari Svíþjóðar.
Kristján Andrésson landsliðsþjálfari Svíþjóðar. Ljósmynd/Uros Hocevar
Óskar Bjarni Óskarsson t.v
Óskar Bjarni Óskarsson t.v mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert